Leigusamningur – Lóð fyrir ferðatæki
Leigusali:
Lækjarberg ehf.
Kt. 410623-1530
Lækjarberg, 816 Ölfus
- Hið leigða
Leigð er 28 fermetra sérlóð með aðgengi um sameiginlegt svæði á 7.000 fermetra landi sem er ætlað til geymslu/stöðu ferðatækja (húsbíla, hjólhýsa). Önnur notkun er óheimil nema með skriflegu samþykki leigusala. - Leigutími
• Sumarleiga: Frá maí til 15. september.
• Vetrarleiga: Frá 15. september til maí. - Aðgengi og öryggi
• Frá og með maí 2026 verður aðgengi að landinu stjórnað með rafmagnshliði.
• Leigutakar fá úthlutaðan aðgang að hliðinu og svæðinu sem verður vaktað með öryggismyndavélum.
• Sumarleiga: Hver leigutaki bókar númerað stæði fyrir sitt ferðatæki.
• Vetrarleiga: Ferðatækjum er raðað af leigusala eða í samráði við hann/starfsmenn hans.
• Almenn umgengni á svæðinu yfir vetrartímann er takmörkuð og fer fram í samráði við leigusala. - Leiguverð og greiðslufyrirkomulag
Leiguverð er auglýst á vef Parka.is og á snjallsímaforritinu Parka þar sem allar greiðslur fara fram rafrænt. - Ábyrgð og tryggingar
• Leigusali, starfsmenn hans eða eigendur bera enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á ferðatækjum á leigulóðinni.
• Leigutaka er eindregið ráðlagt að tryggja ferðatæki með bruna- og/eða kaskótryggingu hjá íslensku tryggingafélagi.
• Ferðatæki á svæðinu eru alfarið á ábyrgð leigutaka. - Lög og varnarþing
• Samningur þessi er háður íslenskum lögum.
• Komi upp ágreiningur vegna hans skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.