- Geymsla hjólhýsa í Evrópu og á Íslandi
Það er víðtæk venja víða í Evrópu að geyma hjólhýsi utandyra allt árið, jafnvel í mun breytilegra og krefjandi veðurfari en hér á Íslandi. Hjólhýsi eru hönnuð og smíðuð með það að leiðarljósi að geta staðið úti allt árið án þess að það hafi áhrif á notagildi þeirra eða endingartíma.
- Gjald fyrir geymslupláss
Gjaldið, kr. 157.000 á ári, felur í sér aðgang að öruggri, vel staðsettri og númeraði geymslu fyrir hjólhýsi. Innifalið getur verið tenging við rafmagn, aðstaða til að þvo hjólhýsi og sérstakt svæði til losunar á salerni. Þetta er sambærilegt, ef ekki hagstæðara, en það sem þekkist víða erlendis. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að þetta er frjálst viðskiptatilboð – enginn er skyldaður til að nýta sér þjónustuna.
- Um næturgistingu í hjólhýsinu
Spurt hefur verið hvers vegna ekki megi dvelja í hjólhýsinu á svæðinu. Ástæðan er einföld: Þetta er geymslusvæði en ekki tjaldsvæði. Það er ekki ætlað til umgengni eða dvalar allan sólarhringinn, heldur sem örugg og snyrtileg geymslulausn. Með því móti er tryggt að umferð og starfsemi á svæðinu sé lágmörkuð og öryggi allra viðskiptavina betur varðveitt.
- Auknar öryggisráðstafanir
Frá og með 1. maí næstkomandi verður komið upp rafmagnshliði og myndavélabúnaði sem les bílnúmer þeirra sem hafa aðgang. Þannig verður tryggt að aðeins skráðir viðskiptavinir hafi aðgang að svæðinu. Þessar ráðstafanir eru gerðar til að auka öryggi, byggja upp traust og tryggja að eignir viðskiptavina séu í öruggu umhverfi.