Ferðaberg

Nýjung í þjónustu við eigendur ferðavagna á Íslandi

Ferðaberg er 7.000 fermetra útisvæði þar sem boðið verður upp á sérhæfða og örugga þjónustu fyrir eigendur húsbíla og hjólhýsa.

Bókunarvefurinn er tilbúinn og þú getur smellt hérna til að bóka

Um okkur

Ferðaberg er glæsileg ný þjónusta fyrir eigendur húsbíla og hjólhýsa, staðsett á 7.000 fermetra útisvæði í Lækjabergi, Ölfusi, við Þorlákshafnarveg. Staðsetningin býður upp á góða tengingu við helstu samgönguleiðir, aðeins í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Á Ferðabergi er boðið upp á sérhæft og öruggt svæði með númeruðum einkastæðum, með og án með rafmagnstengla. Svæðið verður með aðgangsstýringu, er snyrtilegt og vel hannað. Hentar bæði til langtíma- og skammtímageymslu.

Hvort sem er vetur eða sumar, þá er ferðavagninn þinn á góðum stað. Tryggðu þér stæði hjá Ferðaberg þar sem þinn ferðavagn fær frábæra aðstöðu allt árið um kring.

Náttúrulegt og vistvænt yfirborð
 
Planið er í dag vel þjappað malarplan, en fyrir næsta ár verður það endurbætt með plastgrindum með grasvexti, fallegri, sterkri og umhverfisvænni lausn fyrir bílastæði, stíga og tjaldsvæði. Grasið vex í gegnum grindurnar og viðheldur grænu, snyrtilegu og náttúrulegu yfirborði sem blandast fallega við umhverfið.
 
Plastgrindurnar:
Verja jarðveginn og koma í veg fyrir hjólför,
Dreifa álagi frá bílum, hjólhýsum og öðrum tækjum,
Tryggja slétt yfirborð, engir pollar jafnvel í votviðri,
Leyfa vatni að síast beint niður og ekki þörf fyrir fráveitukerfi.
 
Þetta er endingargóð lausn sem heldur sér vel yfir allt árið og bætir útlit og aðgengi svæðisins án þess að fórna náttúrulegu yfirbragði.

Þægindi og öryggi fyrir eigendur ferðavagna
 
Ferðavagnseigendur geta leigt merkt og númeruð stæði á vefnum Parka.is eða í snjallforritinu Parka, þar sem öll skráning og greiðsla fer fram rafrænt.

Í boði eru:
Sumarleiga, vetrarleiga eða ársleiga
– aðlagað að þörfum hvers og eins,
Rúmgóð stæði með greiðu aðgengi fyrir alla stærðir ferðavagna,
Stæði með aðgangi að rafmagni.
Aðstaða til þrifa og losunar á salernisbúnaði,
Aðgangsstýring með rafmagnshliði sem opnast með skráðu bílnúmeri,
Öryggismyndavélar sem tryggja vöktun og yfirsýn yfir svæðið.
Athugið: Gisting eða dvöl í ferðavögnum er ekki heimil á svæðinu. Ferðaberg er eingöngu hugsað sem geymslu- og þjónustusvæði eigenda ferðavagna, en ekki sem tjaldsvæði eða gististaður.
Eigendur geta geymt ferðavagninn á öruggum stað á meðan ekki er verið að ferðast og þurfa ekki að hafa áhyggjur af stæði við heimili sitt eða á ótryggum stöðum á milli ferða. Ferðaberg verður með fyrsta flokks aðstöðu fyrir ferðavagnaeigendur sem kjósa öryggi, aðgengi og vistvænt umhverfi.

Þjónustur

Vetrarleiga
94.500 kr.

September – maí.
Ekki föst stæði heldur er vögnum raðað upp af eða í samráði við við leigusala. Geymdu ferðavagninn
yfir vetrartímann i tryggu umhverfi þar sem hann bíður næsta sumars.

Sumarleiga
94.500 kr.

Maí – september.
Fast rúmgott stæði yfir sumarið – vagninn er
alltaf tilbúinn aỡ halda af stað í ferð!

Innifalið i sumargeymslu:
Númeruð einkastæði
Þvottaðstaða fyrir ferdavagna,
Losunarstöð fyrir salerni,
Aðgangsstýring á hliði og myndavélakerfi fyrir
eigendur vagna í sumargeymslu.
Möguleiki að kaupa aðgang að rafmagni á völdum stæðum.

Heilsársleiga
157.500 kr.

Sameinuð sumar og vetraleiga.